Karen Mjöll - Baðherbergið tekið í gegn

Í mars 2017 þegar ég var gengin 15 vikur ákváðum við að taka baðherbergið okkar í gegn. Það var vægast sagt ógeðslegt þegar við keyptum húsið í Október 2016. Við ætluðum bara að flísaleggja uppá nýtt, mála veggina og kaupa nýjann sturtuklefa.

Atli fer eitt kvöldið inná bað og ætlar að skoða þetta aðeins og sjá hvernig best væri að gera þetta. Eftir nokkrar mínútur heyri ég læti og kíki inn til hans þá er hann byrjaður að rífa niður plöturnar á veggjunum og svo allt í einu var búið að rífa allt út nema klósettið.

Jæja þá var ekki aftur snúið. Ég bjóst auðvitað við að fá nýtt baðherbergi eftir nokkra daga. En nei, dagarnir liðu, svo vikurnar og síðast mánuðir. Í 5 mánuði þurftum við að baða okkur í sundlauginni í Hveragerði. Þæginlegt fyrir mig óléttu konuna sérstaklega svona í lokinn..

Þrátt fyrir alla þessa mánuði baðherbergislaus erum við ótrúlega ánægð með útkomuna og er ég mjög þakklát honum Atla að hafa nennt að hlusta á tuðið í mér í 5 mánuði og að hafa gert baðherbergið okkar sjúklega flott. Læt fyrir og eftir myndir fylgja hér að neðan.

FYRIR

EFTIR

Karen Mjöll


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST