Elma Dís - Fyrsta tönnin!!

Ég var alltaf að ath hvort það væru ekki að koma tennur hjá Gabríel en fann aldrei neitt. Gabríel var svo orðinn 7 og hálfs mánaða þegar ég fann fyrstu tönnina hjá honum. Hann er búinn að vera bólginn og pirraður í gómnum í alveg 2 mánuði. En það var svo bara núna rétt áður en ég fann tönnina að hann byrjaði að slefa alveg rosalega mikið, hann hefur slefað alveg frá ca. 2 mánaða en þetta er alveg svakalega mikið núna! Gabríel er eiginlega búinn að sofa hræðinlega síðan þessi tönn byrjaði að brjótast út, mig grunar að það séu að koma fleiri. Hann er að minnsta kosti alveg rosalega bólginn í gómnum hjá framtönnunum uppi og niðri. Er búin að heyra að það sé hægt að bera deyfikrem uppí góminn þeirra en það virkar víst bara í svo stuttan tíma, ég spurði hjúkrunarfræðinginn sem kíkir á Gabríel í ungbarnaeftirlitinu og hún sagði mér að gefa honum stíl þegar hann væri sem verstur. Ég gaf honum svo stíl fyrir eina nóttina og hann svaf eins og steinn <3

Bara stutt í dag, en þangað til næst


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST