Karen Mjöll - Ungbarnakveisa


Eitthvað sem við vonumst öll til að sleppa við er þessi algenga ungbarnamagakveisa. Anja er svo óheppin að hafa fengið þessa kveisu.

Daginn sem Anja varð 2ja vikna kemur hjúkka í heimsókn að vigta hana og mæla, hún grætur sárum gráti allann tímann og ég og Atli hugsuðum bara hvað gerðist? hún hefur aldrei látið svona. Eftir það hefur hún verið með magakrampa alla daga oftast á kvöldin en sem betur fer aldrei á nóttunni svo við fáum góðann nætursvefn.

Þegar Anja varð mánaðargömul ákváðum við að panta tíma hjá barnalækni, Gestur Pálsson varð fyrir valinu og við erum mjög ánægð með hann. Hann biður mig um að prufa að taka út mjólkurvörur og ég segist vera búin að gera það í 4 daga og segist ekki sjá neinn mun á henni, hann biður mig þá um að halda því áfram aðeins lengur og að hann hringi í mig eftir viku og ef ekkert hefur lagast þá fari hún á lyf.

Viku seinna hefur ekkert breyst, hún fær magakrampa alla daga og grætur sárum gráti á meðan, það er svo vont í mömmuhjartað að geta ekkert gert, það virkar ekkert til þess að hugga hana svo maður þarf bara að bíða og leyfa þessu að ganga yfir. Eitt gott sem Gestur sagði við okkur "Börnin mega gráta" þetta huggaði mig mikið því ég reyndi allt til þess að henni myndi líða betur og hætti að gráta.

Lyfið sem hann vildi að hún færi á heitir dicycloverine. Ég googlaði þetta lyf og þar komu upp skiptar skoðanir svo ég varð svolítið hrædd að prufa það en Gestur sagði að hann væri ekki búinn að nota þetta lyf í mörg mörg ár ef þetta væri stórhættulegt. Ég talaði við tvær ljósmæður líka og þær sögðu mér að þyggja alla hjálp sem ég gæti svo Önju myndi líða betur og bara uppá geðheilsu okkar foreldranna.

Þið sem eigið börn með kveisu þá mæli ég hiklaust með dycicloverine. Við fengum nýtt barn í hendurnar eftir að ég gaf henni fyrsta skammtinn. Önju líður miklu betur og okkur foreldrum líka.

Karen Mjöll

#Mömmulífið

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST