Karen Mjöll - Meðgangan

Meðgangan mín gekk bara frekar vel að mínu mati. Ég fékk aldrei morgunógleði eða nein stórvægileg óléttu-einkenni. Ég hafði tekið nokkur neikvæð óléttupróf en var 100% viss um að vera ólétt, fann það einhvernveginn á mér.

Það var á aðfangadag 2016 sem ég ákveð að taka enn eitt óléttuprófið sem reyndist svo vera jákvætt. Við Atli vorum að springa úr hamingju og VÁ hvað það var erfitt að þaga yfir þessu sérstaklega þar sem foreldrar mínir voru á leiðinni til okkar í jólamat.

Í byrjun Janúar 2017, gengin 6 vikur förum við svo saman í snemmsónar til þess að fá staðfestingu á þunguninni og þar sjáum við þennan fallega hjartslátt og lítið fóstur.

Það var svo þegar ég var gengin 10 vikur að við gátum ekki þagað lengur fyrir fjölskyldunni og segjum þeim frá þessu og þau voru öll rosalega ánægð og spennt.

Ég fer í mæðravernd á Selfossi og fæ þar yndislega ljósmóður hana Arndísi, sem ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa fengið að vera með alla meðgönguna.

Í febrúar förum við í 12 vikna sónar í Reykjavík og fáum að vita þar að allt líti vel út og við fáum að sjá krílið okkar aftur.

11. Apríl förum við í 20 vikna sónar og þar er allt skoðað vel og vandlega, meðal annars öll bein og líffæri. Þar fengum við líka að vita kynið.

Við báðum ljósmóðurina um að setja blað með kyninu á í umslag sem við opnuðum svo í bílnum. Við vorum alltaf viss um að ég gengi með strák sem var heldur betur rangt. Lítil stúlka var væntanleg 31. ágúst.

Við vorum ótrúlega ánægð með þessar fréttir og að sjálfsögðu er kynið aukaatriði.

20 vikur

Á 28. viku förum við í 3D sónar hjá 9 mánuðum sem var æðislegt. Þar báðum við ljósmóðurina um að athuga aftur hvort þetta væri ekki örugglega stelpa þar sem við höfðum ennþá svo sterka tilfinningu að þetta væri strákur og við fengm svo sannarlega að fá það staðfest að þetta væri stelpa!

Við fengum ótrúlega flottar myndir og video á minnislykil frá þeim.

Á 32. viku var haldið á fæðingarnámskeið sem mér fannst rosalega gott. Ég lærði kannski ekki mikið nýtt en Atli lærði helling. Ég held að það sé mjög gott fyrir pabbana að fara á fæðingarnámskeið þar sem þeir liggja kannski ekki jafn mikið á netinu að googla eitthvað um meðgöngu og fæðingu eins og við mömmurnar.

Þegar ég var gengin 34 vikur varð ég skyndilega að hætta að vinna þar sem blóþrýstingurinn minn fór hækkandi. Þótt ég hafi ekki fundið fyrir neinum einkennum sjálf þá var ljósmóðirin mín hrædd um að ég gæti þróað með mér meðgöngueitrun og vildi halda mér sem mest heima við.

Eftir að ég hætti að vinna var ég í strangara eftirliti í mæðraverndinni og þurfti að mæta einu sinni í viku til þess að láta mæla blóðþrýsting og athuga hvort eitthvað sæist í þvaginu sem það gerði sem betur fer aldrei.

31. ágúst á settum degi var ég svo sannarlega tilbúin að fá litluna mína í fangið en hún var greinilega ekki alveg tilbúin til þess að koma.

4. september þegar ég var gengin 40+4 fer ég í skoðun og læt hreyfa við belgnum sem sannarlega virkaði. Um nóttina vakna ég verkjuð og slímtappinn fer, svo um morguninn fer ég af stað og hún fæðist 6. september kl 11:31.

Karen Mjöll

#Meðganga

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST