Karen Mjöll - Kynningarblogg

Halló!

Karen Mjöll heiti ég og er 22 ára (1995) nýbökuð mamma, ég er fædd og uppalin í Reykjavík. Bjó fyrstu 12 árin mín í Grafarvogi og flutti svo í Mosfellsbæ árið 2007. Ég kynnist Atla kærasta mínum árið 2013 og flyt fljótlega inn til hans. Við Atli kaupum okkur svo parhús í Hveragerði í október 2016, þar búum við saman með glænýju dóttur okkar Önju Myrk sem fæddist 6. september 2017 og litlu kisunni okkar henni Míu.

Eins og er þá er ég í fæðingarorlofi og nýt þess í botn með litlu dömunni minni. Annars starfa ég í Apótekarnaum í Hveragerði og sé um innkaupin þar. Ég mun koma til með að skrifa um mömmulífið, heimilið og allt sem mér dettur í hug.

Mig hefur alltaf langað til þess að opna blogg síðu en það hefur aldrei orðið neitt af því, en núna er tilvalinn tími til þess stíga aðeins út fyrir þægindarrammann og byrja að blogga þar sem maður er í fæðingarorlofi.

Vona að þið njótið þess að fylgjast með.

Endilega fylgið mér á snapchat og instagram

Snapchat: karenmjolla

Instagram: karenarna

Karen Mjöll

#Kynning

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST