Elma Dís - Kynningarblogg

Halló Halló!

Ég heiti Elma Dís Olsen Þorsteinsdóttir og er 22 ára, nýbökuð mamma. Ég er uppalin í Grafarvogi og hef búið þar alla mína ævi, en flutti svo í Kópavoginn árið 2013 þegar ég kynntist kærastanum mínum Ívari. Við Ívar eigum saman yndislegan strák sem heitir Gabríel Leví og er fæddur 13 febrúar 2017. Ég er naglafræðingur og hef starfað við það síðan 2016.

Eins og er er ég bara heima með strákinn og býst ekki við því að fara að vinna fyrr en einhverntímann á næsta ári, eða þegar Gabríel er kominn inn í leikskóla. Ég mun koma til með að blogga um mömmulífið, heimilið og bara allt sem mér dettur í hug en hugsa að það verði nú mest tengt þessu yndislega mömmulífi <3 Þetta er svo langt út fyrir þægindarramman minn en það er bara skemmtilegt. Elska að prufa eitthvað nýtt og hvað þá þegar manni hefur langað þetta svona lengi. Um að gera að prufa þetta þar sem maður er bara heima á daginn.

Þið megið endilega fylgja mér á bæði Instagram og Snapchat Instagram elmathorsteins Snapchat elmaolsen Vona að ykkur muni finnast gaman að fylgjast með okkur hér á MAMIITA.

#Kynning

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST