Elma Dís - Meðgangan mín

Ég átti fullkomna meðgöngu. Mér leið svo vel og það gekk bara allt svo vel. Ég fékk aldrei morgunógleði eða bara ógleði yfir höfuð alla meðgönguna.

Ég kemst að því að ég sé ólétt þegar ég er gengin 3-4vikur. Panta strax tíma í snemmsónar og fæ tíma vikuna eftir. Ég mæti í læknatímann rosalega stressuð en samt svo ótrúlega spennt. Læknirinn segir mér að leggjast á bekkinn a meðan hann gerir sónartækið tilbúið, hjartað á mér hamaðist á fullu!! Hann byrjar að skoða og leitar og leitar en finnur ekkert fóstur. Læknirinn vildi senda mig í blóðprufu svo það væri hægt að útiloka utanlegsfóstur annars værum við bara of fljót á því að fara í snemmsónarinn. Ég fór í þessa blóðprufu og þurfti að bíða í 2daga eftir niðurstöðum, mjög erfið bið en sem betur fer kom allt fullkomið út svo læknirinn bauð mér annan tíma í snemmsónarinn vikuna eftir. Og þegar ég mæti í þann tíma lá miklu betur á mér, var rosalega spennt en samt alveg smá stressuð lika. Læknirinn byrjar að skoða og ómægod það yndislegasta sem ég hafði séð!! Sáum pínulítið fóstur og hjartað slá.

12 vikur

Loksins allt stress búið og máttum fara að segja frá! En 15 ágúst 2016 fórum við í 12vikna sónarinn. Ég var svo alltof spennt fyrir þessu. Þegar við komum uppá LSH tók á móti okkur yndisleg ljósmóðir sem skoðaði mig, guð minn góður þetta var ennþá yndislegara heldur en snemmsónarinn þar sem þú sást hendur, fætur, búk, fullkomnasta barn sem ég hef séð! Við fengum fullt af myndum, Gabríel var alveg ófeimin að sýna sig og sprikkla fyrir okkur þarna.

20 vikur

Vá! Þessar vikur frá 12vikna sónarnum að 20vikna sónarnum liðu svooo hægt, ég var svo alltof spennt að fá að vita kynið, en ég var svona 95% viss um að þetta væri strákur. En þegar við mætum niðra LSH tekur á móti okkur sama yndislega ljósmóðirin og sú sem tók á móti okkur í 12vikna sónarnum, ég var rosalega ánægð! En eins og í öllum skoðunum kom allt 100% út. Hún sá strax kynið, en við Ívar vildum fá kynið í umslagi því við héldum kynjapartý og það var búið til köku. Nema það að við gátum ekki beðið eftir kvöldinu svo við stálumst að kíkja í umslagið þegar við komum heim haha!!

Ég vann alveg fram á 37viku + 3-4daga en var reyndar komin niðrí 50% starf um 34viku eitthvað svoleiðis.

Ætla að láta fylgja nokkrar myndir af meðgöngunni

Þangað til næst,

#Meðganga

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST