Elma Dís - Fæðingarsagan mín

Mig langar að segja ykkur frá fæðingarsögunni minni.

Þann 13. febrúar 2017 kl. 07:18 gengin 39vikur breyttist gjörsamlega allt þegar ég fékk litla gullmolann minn í hendurnar. Ég upplifði eitthvað sem allir myndu kalla draumafæðingu en hún tók ekki nema 2 og hálfan klukkutíma frá fyrsta verk. Þetta byrjaði allt aðfaranótt 13 febrúar eða um kl 04:00 þegar ég vakna við einhverja skrítna tilfinningu og fer á klósettið að pissa en gat svo ekkert sofnað aftur svo ég ákvað að setjast bara í sófan fram í stofu að skoða símann minn það liðu ekki nema í mestalagi 10-15mín þegar að allt í einu er eins og ég hafi pissað á mig en hugsaði að það gæti ekki verið þar sem ég var nýbúin á klósettinu og að þetta hlyti bara að hafa verið vatnið að fara, svo ég fer inn í herbergi til Ívars og vek hann og í þeim töluðu orðum sem ég er að segja honum frá þessu þá kemur önnur gusa. Ég hringi upp á fæðingardeild um 04:30 og lét vita af mér og konan þar sem svaraði símanum var alveg yndisleg, spurði mig hversu langt væri á milli verkja en það voru engir verkir byrjaðir svo hún sagði mér bara að reyna að hvíla mig og koma upp á deild í skoðin kl 09:00þar sem þetta væri alveg örugglega ekki að fara að gerast strax. Ég fór þá bara að klára að setja í töskurnar og svona gera mig tilbúna fyrir þennan stóra dag, reyndi að fá mér eitthvað að borða sem gekk ekkert rosalega vel.

Um kl 05:00 leytið þurfti Ívar kærastinn minn að fara niðrí vinnu til sín að skila dóti þangað þar sem hann var ekki að fara að mæta í vinnuna um morguninn og á meðan hann fór ákvað ég að hringja í mömmu mína og láta hana vita að þetta væri að fara að gerast þar sem vatnið væri farið og sagði henni að ljósmóðirin uppá deild hafi sagt við mig að ég ætti bara að koma 09:00 um morguninn í skoðun en henni fannst það ekki sniðugt þar sem báðar hennar fæðingar höfðu tekið svo stuttan tíma og ef ég væri eitthvað lík henni myndi þetta gerast mjög fljótt. Eftir að ég skellti á hana byrjuðu verkirnir að koma og strax bara 1-3mín á milli og mjög sterkar hríðar, það sem hjálpaði mér mest þegar verkirnir komu var pílatesboltinn, guð minn góður hann er heaven!! Þegar Ívar kom heim sagði hann við mig að við ættum bara að fara uppá deild en ég sagði við hann alveg nei ég á ekki að mæta fyrr en kl 09:00, hann tók það ekki í mál og byrjaði að fara með allt dótið út í bíl. Svo ég hringi upp á deild þegar við erum lögð af stað og segi þeim að það sé svo stutt á milli og sterkir verkir að ég ætli að fá að koma og láta skoða mig en bjóst alveg við því að ég yrði bara send aftur heim.

Þegar við komum uppá deild var tekið alveg rosalega vel á móti okkur, yndisleg ljósmóðir sem heitir Stella. Við fórum inní skoðunarherbergi og hún skoðaði mig. Ég var komin með 6-7 í útvíkkun svo hún bauð okkur herbergi með baði. Ég var lögð inn kl 05:30 og hún lét bara renna strax í baðið og bauð mér glaðloftið sem hjálpaði mér svo mikið, væri alveg til í að eiga svoleiðis hérna heima haha! Ég fór svo í baðið kl 06:10, þegar ég var í baðinu bað ég Ívar um að hringja í mömmu og segja henni að við værum komin uppá deild, ég var alltaf búin að segjast vilja hafa hana viðstadda með mér svo ég bað hana um að koma. Mér fannst hún svo ótrúlega lengi á leiðinni og skildi ekkert í þessu (var að keyra úr Grafarvogi). Svo í einni hríðinni öskra ég "hvar er mamma mín?!?!" nema þá svarar mér kona í hurðinni "ég er komin" og guð hvað það var gott að heyra í henni. Þó svo ég hafi verið með rosalega mikla verki var ég alveg með húmorinn í lagi, reitti svoleiðis af mér brandarana ofaní baðinu sem ég reyndar man voða lítið eftir hahah. En ég var í baðinu í klukkutíma eða þar til ég að byrja að rembast og þá allt í einu vildi ég alls ekki vera þar lengur svo ég fór upp úr kl 07:10 og rembdist 2-3x og í heiminn kom lifandi, hárprúður, heilbrigður og fullkominn lítill strákur. 3792gr og 50cm - 15merkur Þangað til næst,

Kveðja, Elma Dís


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST